Margir flytja til sveitarfélagsins

Á Fljótsdalshéraði voru aðfluttir umfram brottflutta alls 614 manns á árinu 2006.  Þar vegur þyngst að aðfluttir umfram brottflutta, frá öðrum löndum voru 447 manns, en aðfluttir umfram brottflutta innan lands voru 167. 

Ef litið er á búferlaflutinga til og frá þéttbýlisstöðunum Egilsstöðum og Fellabæ þá voru aðfluttir umfram brottflutta innan lands alls 180 einstaklingar. Þá voru aðfluttir umfram brottflutta frá öðrum löndum 34 einstaklingar í þéttbýlisstöðunum tveimur á árinu 2006. Í greinargerð frá Hagstofunni kemur fram að flutningsjöfnuður í flutningum milli landssvæða er hvergi hærri á landinu en á Egilsstöðum.

Á vef Hagstofu Íslands www.hagstofa.is er að finna tölulegar upplýsingar um búferlaflutninga til og frá sveitarfélögum og þéttbýliskjörnum á árinu 2006.