Mannabreytingar í stjórn og nefndum

Á fundi bæjarstjórnar Fljótsdalshéraðs þann 17. ágúst voru ákveðnar breytingar á bæjarstjórn og nefndum, vegna árs námsleyfa Ruthar Magnúsdóttur og Þorbjarnar Rúnarssonar og endurkomu Árna Ólasonar úr leyfi frá störfum í bæjarstjórn. Lögð var fram eftirfarandi tillaga um breytingar á skipan í nefndir á vegum L-lista sem samþykkt var samhljóða. Breytingarnar tóku gildi í dag, 23. ágúst 2011.

Fræðslunefnd: Tjörvi Hrafnkelsson verður aðalfulltrúi í stað Þorbjarnar Rúnarssonar. Engin breyting á varamanni.
Atvinnumálanefnd: Ragnhildur Rós Indriðadóttir verður aðalmaður í stað Tjörva Hrafnkelssonar. Engin breyting á varamanni.
Menningar- og íþróttanefnd: Árni Ólason kemur aftur inn sem aðalmaður. Engin breyting á varamanni.
Stjórn HEF: Tjörvi Hrafnkelsson tilnefndur varamaður í stað Ruthar Magnúsdóttur.
Svæðisráð Vatnajökulsþjóðgarðs: Sigrún Blöndal kemur inn sem varamaður Ruthar Magnúsdóttur. Varamaður hennar tilnefndur Aðalsteinn Ásmundsson.
Byggingarnefnd hjúkrunarheimilis: Árni Kristinsson kemur inn sem aðalmaður. Sigrún Blöndal verður varamaður hans.
Skólanefnd Hallormsstaðaskóla: Karl Lauritszon kemur inn sem aðalmaður í stað Þorbjarnar Rúnarssonar. Ragnhildur Rós Indriðadóttir verður varamaður hans.