Frestur til að senda inn tillögur um nafn á nýja hjúkrunarheimilið við Blómvang 1 á Egilsstöðum rennur út á þriðjudaginn, þann 20. janúar.
Byggingarnefnd hjúkrunarheimilisins á Egilsstöðum auglýsti þann 18. desember eftir nafni á nýja hjúkrunarheimilið. Þar kemur fram að tillögur að nafni, ásamt rökstuðningi, skulu sendar byggingarnefnd í pósti merkt Byggingarnefnd hjúkrunarheimilis Nafnasamkeppni, Lyngási 12, 700 Egilsstaðir. Tillögurnar sendist inn undir dulnefni, en rétt nafn höfundar fylgi með í lokuðu umslagi.
Byggingarnefndin áskilur sér rétt til að velja hvaða tillögu sem er eða hafna öllum.
Skilafrestur er til 20. janúar 2015.
Takk fyrir!
Ábending þín er móttekin
Lyngási 12, 700 Egilsstaðir
fljotsdalsherad@fljotsdalsherad.is
kt: 481004-3220
Opnunartímar skrifstofu
8:00 - 15:45 alla virka daga
Persónuverndarfulltrúi Fljótsdalshéraðs hefur eftirlit með að farið sé að persónuverndarlögum í starfsemi sveitarfélagsins
Með íbúagátt er íbúarnir komnir í beint samband við sveitarfélagið sitt með rafrænum hætti.
Þjónustugátt fyrir kjörna fulltrúa Fljótsdalshéraðs.
Upplýsinga- og þjónustuveita ríkis og sveitarfélaga. Hér er að finna upplýsingar um opinbera þjónustu, aðgang að stórum hluta eyðublaða hins opinbera o.fl.