- Stjórnsýsla
- Þjónusta
- Mannlíf
Frestur til að senda inn tillögur um nafn á nýja hjúkrunarheimilið við Blómvang 1 á Egilsstöðum rennur út á þriðjudaginn, þann 20. janúar.
Byggingarnefnd hjúkrunarheimilisins á Egilsstöðum auglýsti þann 18. desember eftir nafni á nýja hjúkrunarheimilið. Þar kemur fram að tillögur að nafni, ásamt rökstuðningi, skulu sendar byggingarnefnd í pósti merkt Byggingarnefnd hjúkrunarheimilis Nafnasamkeppni, Lyngási 12, 700 Egilsstaðir. Tillögurnar sendist inn undir dulnefni, en rétt nafn höfundar fylgi með í lokuðu umslagi.
Byggingarnefndin áskilur sér rétt til að velja hvaða tillögu sem er eða hafna öllum.
Skilafrestur er til 20. janúar 2015.