Lyftufagnaður í Bókasafninu

Komu lyftunnar í Safnahúsið verður fagnað formlega á Bókasafni Héraðsbúa fimmtudaginn 3. apríl klukkan 17. Boðið verður upp á kaffi og köku með smá ræðuhöldum og söng.

Í tilefni dagsins verður sektarlaus dagur og gestum gefst tækifæri til að líta inn á Minjasafn og Héraðsskjalasafn frá klukkan 17 til 18.

Velunnarar og notendur bókasafnsins eru sérstaklega boðnir velkomnir.