Opnunarhátíð Listar án landamæra á Fljótsdalshéraði fór fram í Sláturhúsinu á Egilsstöðum á laugardaginn. Þar var meðal annars formlega tekin í notkun lyfta í húsinu sem veldur straumhvörfum í aðgengi að viðburðum í húsinu. Það voru Stefán Bogi Sveinsson, forseti bæjarstjórnar, og Jón Grétar Broddason sem fóru saman fyrstu formlegu ferðina upp á aðra hæð hússins með lyftunni.
Í máli Stefáns Boga kom fram að forsenda þess að ráðist var í framkvæmdina á þessum tímapunkti var mjög rausnarleg gjöf einstaklinga í sveitarfélaginu, sem hafa staðfastlega neitað því að nafn þeirra megi koma fram í tengslum við verkefnið. Stefán ítrekaði hins vegar þakklæti bæjarstjórnar og samfélagsins til þeirra sem þarna áttu í hlut og sagðist vonast til þess að hlýir straumar frá íbúum berist til þeirra, sérstaklega frá þeim sem nú hafa í fyrsta sinn fullt aðgengi að sýningum í húsinu.
Í Sláturhúsinu stendur nú uppi sýning á listaverkum sem unnin hafa verið í tengslum við List án landamæra. Meðal þeirra sem eiga verk á sýningunni eru nemendur á leikskólanum Tjarnarlandi, starfsbraut Menntaskólans á Egilsstöðum og starfsfólk Stólpa..
Þann 24. maí kl. 17:00 verður síðan opnuð í húsinu sýning á portrettmyndum eftir Aron Kale sem verður opin til 10. júní.
Takk fyrir!
Ábending þín er móttekin
Lyngási 12, 700 Egilsstaðir
fljotsdalsherad@fljotsdalsherad.is
kt: 481004-3220
Opnunartímar skrifstofu
8:00 - 15:45 alla virka daga
Persónuverndarfulltrúi Fljótsdalshéraðs hefur eftirlit með að farið sé að persónuverndarlögum í starfsemi sveitarfélagsins
Með íbúagátt er íbúarnir komnir í beint samband við sveitarfélagið sitt með rafrænum hætti.
Þjónustugátt fyrir kjörna fulltrúa Fljótsdalshéraðs.
Upplýsinga- og þjónustuveita ríkis og sveitarfélaga. Hér er að finna upplýsingar um opinbera þjónustu, aðgang að stórum hluta eyðublaða hins opinbera o.fl.