Lokahönd lögð á merkt stæði við Safnahúsið

Nemendur vinnuskóla Fljótsdalshéraðs tóku sig til fyrr í sumar og máluðu stæði fyrir hreyfihamlaða við Safnahús bæjarins.

Lokahönd var lögð á verkið í dag þegar að nemendur kláruðu að mála skilti sem stendur við merkta bílastæðið. Skiltið sem úr fjarlægð kann að líta út eins og hvert annað skilti fyrir hreyfihamlaða er óhefðbundið þegar að nánar er að gáð.

Í ljósi þess að bílastæðið er fyrir utan Bókasafn Héraðsbúa þá hlýtur að vera eðlilegt að álykta að persónan á skiltinu hafi skroppið upp á bókasafn og náð sér í eitthvað að lesa. Því situr hún í rólegheitum í hjólastólnum sínum og les góða bók… en ekki hvað?

Dagur