Síðasti íbúafundurinn að sinni um gerð aðalskipulags fyrir Fljótsdalshérað verður haldinn í kvöld, miðvikudaginn 30. apríl. Fundurinn fer fram í Fellaskóla og hefst kl. 20.00. Þrír fundir hafa verið haldnir áður, í Brúarási, á Eiðum og Iðavöllum. Vonast er eftir góðri mætingu.
Fundurinn er öllum opinn og er á vegum Stýrihóps aðalskipulagsgerðar Fljótsdalshéraðs. Mikið hefur verið lagt upp úr því að kalla eftir hugmyndum og viðbrögðum íbúanna við aðalaskipulagsgerðina enda er aðalskipulagið lögformleg áætlun um skipulag og búsetu í viðkomandi sveitarfélagi. Miklu skiptir því að vel takist til með skipulagsgerðina og hún sé gerð í eins mikilli sátt við íbúana og kostur er.
Dagskrá fundarins er eftirfarandi:
1. Ávarp formanns bæjarráðs – Jónína Rós Guðmundsdóttir
2. Kynning aðalskipulagsgerðar – Salvör Jónsdóttir ráðgjafi hjá Alta
3. Erindi um aðalskipulagsgerðina – Eiríkur B. Björgvinsson bæjarstrjóri
4. Fyrirspurnir – Almennar umræður
Fundarstjóri er Aðalsteinn Jónsson.