Lokað fyrir heitt vatn 17. ágúst. Sundlaug lokuð

Mánudaginn 17. ágúst nk. verður lokað fyrir heita vatnið á öllu veitusvæði hitaveitunnar, nema í Fellabæ, frá kl. 13.00 og fram á kvöld. Ástæða lokunarinnar er tengivinna á stofnlögn hitaveitunnar við Gálgaklett, á Egilsstöðum.

Gætið þess að neysluvatnskranar séu örugglega lokaðir (best er að loka fyrir neysluvatnið í tengigrind hitaveitunnar, eða á stofnloka). Munið að slökkva á dælubúnaði hitaveitunnar, t.a.m. gólfhitakerfi. Opnið lokana gætilega eftir að vatni hefur verið hleypt á lögnina að nýju, búast má við þrýstisveiflum og lofti í lögnum fram á kvöld.

Vegna þessara framkvæmda verður sundlaugin á Egilsstöðum lokuð frá kl. 12.00 og á meðan framkvæmdir standa yfir. Sundlaugin verður opin á þriðjudaginn eins og venjulega. Héraðsþrek verður opið þrátt fyrir þetta.

Beðist er velvirðingar á þeim óþægindum sem lokunin kann að hafa.

Starfsfólk Hitaveitu Egilsstaða og Fella.