Þann 15. október kl. 20.00 munu listamennirnir sýna glæsilegt og mjög óvenjulegt sviðsverk sitt MADAM SILK í Íþróttamiðstöðinni á Egilsstöðum. Miðaverð er 2.500 kr.
Þá verður haldin vinnustofa fyrir tónlistarfólk þar sem blandað verður saman hip hop, rappi og alls kyns tónlist. Jym Darling tónlistar- og víeólistamaður er leiðbeinandi á vinnustofunni, en Jym kemur frá Írlandi og vakti athygli á 700IS í vetur fyrir áhugaverð vídeóverk. Tónlistarfólki á öllum aldri er bent á að hafa samband við Ingunni á netfangið mmf@egilsstadir.is fyrir nánari upplýsingar.
FIDGET FEET er einn virtasti "aerial theatre" danshópur Evrópu og mjög eftirsóttur í kennslu og sýningar. Hópurinn kemur til Íslands í boði Menningarmiðstöðvar Fljótsdalshéraðs - miðstöðvar sviðslista á Austurlandi. Allar nánari upplýsingar um námskeiðin má fá hjá Ingunni, mmf@egilsstadir.is eða í síma 899 5715 og skráning fer einnig fram hjá henni.
Takk fyrir!
Ábending þín er móttekin
Lyngási 12, 700 Egilsstaðir
fljotsdalsherad@fljotsdalsherad.is
kt: 481004-3220
Opnunartímar skrifstofu
8:00 - 15:45 alla virka daga
Persónuverndarfulltrúi Fljótsdalshéraðs hefur eftirlit með að farið sé að persónuverndarlögum í starfsemi sveitarfélagsins
Með íbúagátt er íbúarnir komnir í beint samband við sveitarfélagið sitt með rafrænum hætti.
Þjónustugátt fyrir kjörna fulltrúa Fljótsdalshéraðs.
Upplýsinga- og þjónustuveita ríkis og sveitarfélaga. Hér er að finna upplýsingar um opinbera þjónustu, aðgang að stórum hluta eyðublaða hins opinbera o.fl.