Undanfarið hefur borið á því að ljós við gangstíga í Selskóginum hafi verið skemmd. Þannig er búið að brjóta og eyðileggja fimm ljósakúpla síðustu vikurnar. Þessi skemmdarstarfsemi er óviðunandi en bæði skerðir hún möguleika einhverra til útiveru í skóginum og svo hefur þessi verknaður verulegan kostnað í för með sér í viðhaldi, auk þess sem erfitt er að fá varahluti í ljósin. Skemmdirnar hafa nú þegar verið kærðar til lögreglu. Íbúar sveitarfélagsins eru eindregið hvattir til að hafa augun hjá sér og hvetja fólk til að ganga vel um þetta vinsæla útivistarsvæði.