Ljósahátíð í Selskógi 18. desember

Eins og íbúar Fljótsdalshéraðs hafa eflaust tekið eftir hefur verið unnið að því að koma fyrir lýsingu í Selskóginum. Á morgun, þriðjudaginn 18. desember kl. 17.00, verður kveikt á ljósunum við athöfn og er íbúum Fljótsdalshéraðs boðið á Ljósahátíð í því tilefni.

Dagskrá Ljósahátíðarinnar er eftirfarandi:

Kl. 17:00 – 17:30 við bílastæðið við Selskóg – Eiríkur B. Björgvinsson bæjarstjóri og Ástvaldur Erlingsson frá Rarik kveikja á lýsingunni.

Kl. 17:30 – 19:00 við útileikhúsið í skóginum – Sagðar verða sögur og sungið.  Boðið verður upp á ketilkakó og pylsur sem hver og einn getur grillað yfir eldi.

Íbúar er hvattir til að koma með kyndla, vasaljós eða luktir.  Jólasveinninn mun svo koma í heimsókn með eitthvað gott í pokahorninu fyrir börnin.