Ljóð kvenna skreyta veggi og glugga á Héraði

Nokkrir gluggar og veggir á fjölförnum stöðum á Egilsstöðum og í Fellabæ skarta nú ljóðum heimafólks. Þetta er í fimmta sinn ljóð sem skreyta hús hér en það var gert í fyrsta sinn árið 2008 þegar ástarljóð Páls Ólafssonar voru sett upp á nokkrum stöðum.

Í ár var auglýst eftir ljóðum frá konum, búsettum eða frá Fljótsdalshéraði, í tilefni af 100 ára afmæli kosningaréttar kvenna á Íslandi. Alls bárust 39 ljóð frá 17 konum.

Þau þrettán skáld sem eiga ljóð eða vísur á veggjum hinna ýmsu stofnana, verslana og veitingahúsa á Egilsstöðum og í Fellabæ, er næsta fjölbreyttur hópur. Sum hafa ort lengi og birt ljóð sín eða kvæði í bókum, tímaritum eða við annars konar tækifæri, en önnur eru að hefja sinn skáldskaparferil. Yngsta skáldið er fætt árið 2004 en það elsta árið 1931 og form og efnistök eru af ólíkum toga.

Skáldin og staðsetning ljóðanna:

1. Steinunn Ásmundsdóttir (Hús handanna, Egilsstöðum)
2. Sigþrúður Sigurðardóttir (Salt café & bistro, Egilsstöðum)
3. Hulda Sigurdís Þráinsdóttir (Icelandair Hotels, Egilsstöðum)
4. Sigurbjörg Sæmundardóttir (Nettó, Egilsstöðum)
5. Sigríður Tinna Sveinbjörnsdóttir (N1, Egilsstöðum)
6. Þórunn Hálfdánardóttir (Landsbankinn, Egilsstöðum)
7. Ása Þorsteinsdóttir (Sláturhúsið, Egilsstöðum)
8. Steinunn Rut Friðriksdóttir (Bónus, Egilsstöðum)
9. Jónbjörg S. Eyjólfsdóttir (Vilhjálmsvöllur, Egilsstöðum)
10. Anna Kristín Magnúsdóttir (Valaskjálf, Egilsstöðum)
11. Aðalheiður Ósk Kristjánsdóttir (Sundlaugin, Egilsstöðum)
12. Sigríður Friðný Halldórsdóttir (Bókakaf?, Fellabæ)
13. Tinna Sóley Ha?iðadóttir (Fellabakarí, Fellabæ)