Ljóð á vegg eftir konur

Í tilefni af 100 ára afmæli kosningaréttar kvenna á Íslandi auglýsir stjórn verkefnisins „Ljóð á vegg“ eftir ljóðum eftir konur á öllum aldri, búsettum á Fljótsdalshéraði, til birtingar á veggjum nokkurra húsa í sveitarfélaginu.

Fyrirhugað er að birta alls tólf ljóð með þessum hætti og mun stjórn verkefnisins velja þau úr innsendu efni. Ljóðin mega ekki vera meira en átta línur, en efni þeirra er frjálst.

Hægt er að senda ljóðin í pósti á Fljótsdalshérað, Lyngási 12, 700 Egilsstaðir, eða netfangið odinn@egilsstadir.is , með upplýsingum um höfund. Skilafrestur er til 20. apríl 2015.

Atvinnu-, menningar- og íþróttafulltrúi Fljótsdalshéraðs