Listin blómstrar

Dagskrá Lista á án landamæra heldur áfram og er fjölbreytileg. Meðal atriða dagana 30. apríl og 1. maí er sýning nemenda starfsbrautar ME, sýning kvikmyndarinnar Alexander og dagskrá um vináttuna. Margt fleira er um að vera þessa daga og má lesa um það hér fyrir neðan.

  

Miðvikudaginn 30. Apríl kl 14.45 verður sýning  á vidéóverkum nemenda af listnámsbraut sem tóku þátt í videólistanámskeiði á Eiðum 700is í mars. Sýningin verður í fyrirlestrarsal ME, niðri í kennsluhúsi.

Sama dag, þ.e. á miðvikudaginn, klukkan 16.00 opnar formlega sýning nemenda á starfsbraut  ME í tilefni útskriftar Kristbjörns Ingibjörnssonar niðri í kennsluhúsi ME. 
Klukkan 17.00 verður sýnd myndin Alexander í fyrirlestrarsal ME.  Þessir tveir atburðir tengjast  listahátíðinni List án landamæra. 
Einnig er bent á tónleika hljómsveitar Hjalta Jóns  í frystiklefa Sláturhússins  sama kvöld, frá klukkan 9-11.

Daginn eftir eða  þann 1. maí verður ljósmyndasýning nemenda í ljósmyndun við ME opnuð á Kaffi Nilsen. Þann dag opnar einnig sýning úr ljósmyndamaraþoninu Vinátta  í frystiklefanum í Sláturhúsinu sem einnig er liður í listahátíðinni List án landamæra . Sú sýning opnar klukkan 16.00 en þar mun Kiddi fluga þeyta skífur.