Listin að halda fyrirlestur - í Sláturhúsinu

Námskeið í frásagnartækni og fyrirlestrum verður haldið í Sláturhúsinu dagana 8. og 9. október.

Listkennsludeild Listaháskóla Íslands og Menningarmiðstöð Fljótsdalshéraðs standa fyrir námskeiði fyrir kennara á Austurlandi og aðra áhugasama. Á því  er lögð áhersla á að þróa persónulegan frásagnarstíl hvers þátttakanda.

Námskeiðið nefnist „Listin að halda fyrirlestur - rödd, áheyrileiki og framkoma“ og stendur frá 10 til 17 báða dagana. Þátttakendur fá þjálfun í framsögn í gegnum fyrirlestra, verklegar æfingar, öndun og raddæfingar.

Kennari  er Þórey Sigþórsdóttir, leikkona og leiklistarkennari, sem kennt hefur sambærilegt námskeið í Listaháskóla Íslands um árabil.

Námskeiðið verður haldið í  Sláturhúsinu á Egilsstöðum og kostar 20.000 krónur

Skráning fer fram á heimasíðu Listaháskólans: http://lhi.is/namid/listkennsla/opin-namskeid/umsokn/

Nánari upplýsingar veitir Ólöf Hugrún Valdimarsdóttir, verkefnastjóri listkennsludeildar LHÍ, olofhugrun@lhi.is

Námskeiðið er sjálfstætt framhald af þeim tæknilega grunni sem lagður var í áfanganum Rödd, spuni tjáning. Í námskeiðinu er lögð áhersla á að þróa persónulegan frásagnarstíl hvers þátttakanda.

Þórey Sigþórsdóttir hefur starfað jöfnum höndum sem leikkona, leiklistarkennari, leikstjóri og raddþjálfari. Hún lauk MA gráðu í Advanced Theatre Practice frá the Central School of Speech and Drama í London árið 2012 og MA í hagnýtri menningarmiðlun frá HÍ 2014. Þórey er menntaður raddkennari frá NGT -The Voice Studio International og hefur meðfram leiklistinni kennt raddþjálfun um árabil við Listaháskóla Íslands, Leiðsöguskóla Íslands, Háskóla Íslands og á sérsniðnum námskeiðum.