Listaverk úr trjáviði sett upp á Egilsstöðum

Listaverkin tvö sem sem lentu í fyrsta og öðru sæti á Skógardeginum mikla, örninn og keðjan.
Listaverkin tvö sem sem lentu í fyrsta og öðru sæti á Skógardeginum mikla, örninn og keðjan.

Fljótsdalshérað og Félag skógarbænda á Austurlandi efndu til samkeppni um listaverk úr trjáviði á Skógardeginum mikla sem fram fór í Hallormsstaðaskógi, laugardaginn 24. júní. Verkin voru þar til sýnis og gátu gestir Skógardagsins tekið þátt í kosningu um þau verk sem þeim þóttu best.

Flest atkvæði í fyrsta sætið fékk verk eftir Grétar Reynisson sem sýnir fuglinn örn. Flest atkvæði í fyrsta og annað sætið hlaut verk eftir Thomas Rappaport sem heitir New links in Icelandic forestry .

Í þriðja sæti var borð eftir Eyþór Halldórsson. Verk Grétars og Thomas hafa verið sett upp í miðbænum á Egilsstöðum og verða þar til sýnis í sumar.