Listasumarið 2020

Listahópur Austurlands, LAust, starfaði við ýmsa listsköpun í sumar, en hópurinn var að störfum fyrir sveitarfélögin Fjarðabyggð og Fljótsdalshérað.

Það voru 14 öflug ungmenni sem störfuðu við skapandi sumarstörf þetta árið og fengu þau hvert og eitt 10 vikna starf. Þeim til halds og trausts var Emelía Antonsdóttir Crivello og að auki fengu þau leiðsögn og faglega aðstoð frá ýmsu listafólki.

Gríðarlega öflugt listastarf fór fram hjá ungmennunum, bæði efldu þau sína eigin list og hjálpuðu hvert öðru að kynnast nýjum listgreinum og aðferðum við listsköpun.

Meðal þess sem Skapandi sumarstarfsfólk afrekaði í sumar var að búa til sviðslistaverk, myndbönd, stuttmynd, bók, tónlist og takta, taka þátt í hátíðarhöldum á 17. júní og margt, margt fleira.

Þetta frábæra starfsfólk sveitarfélaganna hefur sannarlega staðið sig vel í sumar, glatt okkur íbúa og gesti og glætt byggðarkjarnana okkar lífi. Það verður gaman að fylgjast áfram með störfum þessara glæsilegu ungmenna í náinni framtíð.