Listahópurinn BAZINGA hefur störf

Í sumar er starfandi listahópur á vegum vinnuskólans á Fljótdalshéraði. Hópurinn hefur aðsetur í Sláturhúsinu og umsjónarkonur hans eru Emelía Antonsdóttir Crivello, dans- og leiklistarkennari, og Ingibjörg Ýr Skarphéðinsdóttir, tónlistarkennari.
Listahópurinn vinnur nú að smíði nýs verks sem frumsýnt verður 11. júlí nk. í Sláturhúsinu. Leitast verður við að nota sem flest listform og tengja saman leiklist, dans, tónlist og myndlist í stóru sviðsverki. Í hópnum eru 11 nemendur sem hófu fyrstu starfsvikuna meðal annars á því að taka upp meðfylgjandi myndband ásamt því að sækja dans-, leiklistar- og tónlistartíma og semja rapplag. Hópurinn hvetur íbúa Fljótsdalshéraðs til að fylgjast með starfinu í sumar.