Í sumar er starfandi listahópur á vegum Vinnuskólans og Menningarmiðstöðvar Fljótsdalshéraðs, undir stjórn Guðjóns Sigvaldasonar leikstjóra. Listahópurinn verður reglulega með litlar uppákomur og sýningar víðs vegar um þéttbýlið, jafnt innan- sem utandyra. Leitast verður við að nota sem flest listform og tengja saman leiklist, dans, tónlist og myndlist og skapa út frá því mismunandi sýningar. Uppákomurnar verða oft milli kl. 11 og 12 á föstudögum, en ekki auglýstar fyrirfram. Vonandi eiga gestir og gangandi eftir að njóta framlags vinnuskólans og listahópsins með þessum hætti í sumar.