- Stjórnsýsla
- Þjónusta
- Mannlíf
Listahátíð án landamæra verður sett í Sláturhúsinu á Egilsstöðum laugardaginn 11. maí kl. 14.00. Dagskráin er fjölbreytileg og skemmtileg að venju. Hátíðin er árleg listahátíð sem leggur áherslu á fjölbreytileika mannlífsins.
Dagskrá hátíðarinn er eftirfarandi:
Söngatriði - Kór eldri borgara á Fljótsdalshéraði og nemendur leikskólans Tjarnarlands og Stólpa taka lagið undir stjórn Tryggva Hermannssonar.
Tónlistaratriði - Gítarhópur frá Tónlistarskólanum Egilsstöðum undir handleiðslu Hafþórs Mána Valssonar. Tónlistarhópur frá Tónlistarskólanum Fellabæ spilar tónlist á þjóðlegum nótum undir stjórn Áslaugar Sigurgestsdóttur. Hópur nemenda úr tónlistarskólanum á Egilsstöðum undir stjórn Suncönu Slamnig. Flutningur á hljóðverki Daníels Björnssonar undir handleiðslu listamannanna Elvars Más Kjartanssonar og Konrads Korabiewski. Sigurður Eymundsson og Arnar Warén Halldórsson spila ljúfa tóna á harmoniku.
Ljóðaupplestur Austfirsk skáld lesa upp ljóð sín, Sigurður Ingólfsson, Stefán Bogi Sveinsson, Steinunn Rut Friðriksdóttir, Steinunn Ásmundsdóttir, Sveinn Snorri Sveinsson.
Geðveika kaffihúsið - Kvenfélagið Bláklukka selur kaffi, heitt súkkulaði og nýbakaðar vöfflur á meðan á
hátíðinni stendur. (Ath. enginn posi).
Í Sláturhúsinu verða sýnd handverk frá ýmsum hópum.
Leikskólinn Tjarnarskógur hefur í samstarfi við Heilbrigðisstofnun Austurlands, Stólpa, Félag eldri borgara á Fljótsdalshéraði og Egilsstaðaskóla unnið að ýmsum sköpu
Ýmsar sýningar
Myndlistarsýning Stólpa, Ásheima og Menntaskólans á Egilsstöðum undir handleiðslu Lóu myndlistarkennara.
Sýning á landslagsverkum Róberts Jónssonar og Sigrúnar Ragnarsdóttur.
Sýning á blýantsteikningum Arons Kale.
Bútasaumssýning á vegum tómstundastarfs á Fljótsdalshéraði undir handleiðslu Ernu Nielsen.
Bollinn minn samstarfsverkefni leirlistakonunnar Anne Kamp og Stólpa.
Nátttröllið leikin stuttmynd nemenda á starfsbraut Menntaskólans á Egilsstöðum út frá þjóðsögunni Nátttröllið.
Sýning á verkum þátttakenda í Listasmiðju Lóu þar sem unnið var að listsköpun með efnivið úr skóginum.
Kynnar á hátíðinni verða Ingunn Snædal og Matthías Þór Sverrisson.
Sýning á öllu handverki listahátíðarinnar verður opin á opnunartíma Sláturhússins til 25. maí, mánud. - fimmtud. kl. 17.00 22.00.
Styrktaraðilar Listar án Landamæra 2013
Menntaskólinn á Egilsstöðum - Austurbrú - Austurfrakt - Sælgætisgerðin Góa - Launafl - Fljótsdalshreppur Miðás - Kvenfélag Eiðaþinghár - Síldarvinnslan ehf - Lionsklúbburinn Múli Fljótsdalshéraði - Mánatölvur ehf Fljótsdalshérað - Soroptimistaklúbbur Austurlands - Bílaverkstæði Austurlands - Blómaval - A4 - Landsbankinn - ÞS Verktakar - Eimskip