- Stjórnsýsla
- Þjónusta
- Mannlíf
Markmið Lífshlaupsins er að hvetja almenning til þess að hreyfa sig. Skrá má alla hreyfingu inn á vefinn svo framarlega sem hún nær ráðleggingum Lýðheilsustöðvar um hreyfingu. Börnum og unglingum er ráðlagt að hreyfa sig í 60 mínútur á dag hið minnsta og fullorðnir ættu að sama skapi að hreyfa sig í hálfa klukkustund hvern dag hið minnsta. Lífshlaupið höfðar til allra landsmanna og er hægt að skrá þátttöku á vefsíðu hlaupsins www.lifshlaupid.is .
Vitað er að stór hluti af starfsfólki á skrifstofu Fljótsdalshéraðs mun taka þátt í Lífshlaupinu og það mun Skógarland einnig gera. En þar er starfsmannahópurinn jafnframt í 8 vikna hreyfiátaki sem er liður í stefnu skólans. En Skógarland er að vinna að markmiðum heilsuleikskóla og gerir ráð fyrir að ganga í Samtök heilsuleikskóla á Íslandi í haust. Egilsstaðskóli tekur þátt í hlaupinu og hefur alltaf gert og nemendur skólans hafa tvisvar unnið til 2. verðlauna. Loks tekur leikskólinn Tjarnarland þátt í Lífshlaupinu en þar eru það átta starfsmenn sem skráð hafa sig.