Lið Fljótsdalshérað flaug áfram í Útsvari

Lið Fljótsdalshéraðs sigraði lið Ölfuss í Útsvari í gærkvöldi í bráðskemmtilegri keppni. Þau Björg, Eyjólfur og Þorsteinn náðu 95 stigum og það með þeirri óvenjulegu taktik að velja 10 stiga spurningar í stað hinna hefðbundu 15. Lið Ölfuss náði 59 stigum og komast því bæði lið áfram í aðra umferð þar sem Ölfus er næststigahæsta taplið vetrarins í Útsvari til þessa. Þetta er í fyrsta skipti sem lið sveitarfélagsins Ölfuss er tekur þátt í keppninni.


Ein umferð er eftir af fyrstu umferð og þá kemur í ljós hvaða fjögur lið komast áfram. Reykjavík með 60 stig, Ölfus 59 og Árborg 57 eru örugg áfram en Kópavogsbúar þurfa að bíða í viku til að vita hvort 55 stigin þeirra duga eða hvort næsta taplið kemst upp fyrir þá.