Heimsóknavinanámskeið Rauða krossins
Vilt þú gefa af sjálfum þér?
Rauði krossinn á Héraði og Borgarfirði óskar eftir sjálfboðaliðum til að heimsækja fólk sem býr við einsemd og einangrun.
Heimsóknavinir veita félagsskap svo sem með því að spjalla, lesa eða fara í gönguferðir með gestgjafanum.
Heimsóknir eru að jafnaði einu sinni í viku, klukkustund í senn.
Heimsóknavinir og gestgjafar eru á öllum aldri og af báðum kynjum.
Mikil eftirspurn er eftir sjálfboðaliðum í þetta skemmtilega og gefandi verkefni. Til að geta hafið heimsóknir þurfa sjálfboðaliðar að sækja undirbúningsnámskeið. Námskeiðið verður haldið mánudaginn 24.9 kl. 20.00 í húsnæði Rauða krossins að Miðási 1-5 á Egilsstöðum.
Nánari upplýsingar og skráningar hjá Johönnu í síma 863 3616 eða johannamaria@redcross.is
Takk fyrir!
Ábending þín er móttekin
Lyngási 12, 700 Egilsstaðir
fljotsdalsherad@fljotsdalsherad.is
kt: 481004-3220
Opnunartímar skrifstofu
8:00 - 15:45 alla virka daga
Persónuverndarfulltrúi Fljótsdalshéraðs hefur eftirlit með að farið sé að persónuverndarlögum í starfsemi sveitarfélagsins
Með íbúagátt er íbúarnir komnir í beint samband við sveitarfélagið sitt með rafrænum hætti.
Þjónustugátt fyrir kjörna fulltrúa Fljótsdalshéraðs.
Upplýsinga- og þjónustuveita ríkis og sveitarfélaga. Hér er að finna upplýsingar um opinbera þjónustu, aðgang að stórum hluta eyðublaða hins opinbera o.fl.