Leiksýning, finnskt kvöld og 700IS um helgina

Margt verður um að vera á sviði menningarstarfsemi um helgina. Í kvöld verður frumflutt leikritið Lísa í Undralandi, þá verður boðið upp á finnska tónlist og fróðleik í Alþýðuskólanum á Eiðum og loks verður vídeóhátíðin 700IS opnuð á mogun, laugardag.

Lísa í Undralandi
Í kvöld, föstudaginn 28. mars, frumsýnir Leikfélag Menntaskólans á Egilsstöðum leikritið Lísu í Undralandi erftir Lewis Carroll í leikgerð dr. Sigurðar Ingólfssonar kennara við ME. Leikstjóri sýningarinnar er Halldóra Malín Pétursdóttir.

Leikgerðin er nútíma útgáfa af Lísu í Undralandi og er búið flétta nokkur lög saman við sýninguna sem eru þekkt úr dægurtónlist dagsins í dag. Ástæða er til að minnast á að hér er ekki um neitt barnaleikrit að ræða og er sýningin bönnuð börnum yngri en 12 ára, nema í fylgd með fullorðnum.

Mikið vinna liggur að baki sýningarinnar. En nemendur menntaskólans hafa meðal annars innréttuðað og búið til leikhús í gömlu Trésmiðju Fljótsdalshéraðs í Fellabæ, þar sem sýningin fer fram. Alls munu milli 70 og 80 manns koma að sýningunni.

Eins og áður segir verður frumsýnt í kvöld, föstudaginn 28. mars og hefst sýningin kl. 20.00.

Finnskt kvöld
Þá verður í kvödl flutt finnsk tónlist og fróðleikur af ýmsu tagi í Alþýðuskólanum á Eiðum, sem hefst kl. 20.30,  samofið finnskum kaffiilmi. Þeir sem koma fram eru meðal annars  Útmannasveitin (áður Hljómvinir) undir stjórn Suncönnu Slamning og tónlistarmennirnir Matti og Kati Saarinen

Vídeó- og kvíkmyndahátíðin 700IS
Á morgun, luagardaginn 29. mars verður Vídeó- og kvikmyndahátíðin 700IS – Hreindýraland sett kl. 20.00 í Sláturhúsinu á Egilsstöðum. Dagskráin hefst með ávarpi Ólöfu Nordal alþingiskonu. Þá verður boðið upp á sýninguna ´hanaegg´ eftir Ólöfu Nordal listakonu í samstarfi við Ásgerði Júníusdóttur óperusöngkonu og Þuríði Jónsdóttur tónskálds.  Einnig verða sýndar myndir sem bárust hátíðinni frá öllum heimshornum. Loks verður sýningargestum boðið upp á veitingar á Gistihúsinu á Egilsstöðum.