Þín skoðun skiptir okkur máli því við lítum svo á að Tjarnarskógur sé skólinn OKKAR. Því langar okkur að bjóða þér og öllum öðrum sem búa yfir skemmtilegum hugmyndum og skoðunum um það hvernig skóli Tjarnarskógur á að vera á "Hugarflugs-fund" á þriðjudaginn þann 11. september. Fundur fer fram með nokkurs konar þjóðfundarsniði í salnum á leikskólanum Skógarlandi milli klukkan 15.00-16.45.
Niðurstöður fundarins verða svo nýttar áfram í stefnumótun starfsins í Tjarnarskógi.
Einnig er auglýst eftir fólki í hlutverk "borðlóðsa" en þeir halda utan um vinnuna hjá hverjum hóp fyrir sig og stýra vinnuferlinu ... þannig að ef þú hefur áhuga gefðu þig fram til Guðnýjar Önnu.
Takk fyrir!
Ábending þín er móttekin
Lyngási 12, 700 Egilsstaðir
fljotsdalsherad@fljotsdalsherad.is
kt: 481004-3220
Opnunartímar skrifstofu
8:00 - 15:45 alla virka daga
Persónuverndarfulltrúi Fljótsdalshéraðs hefur eftirlit með að farið sé að persónuverndarlögum í starfsemi sveitarfélagsins
Með íbúagátt er íbúarnir komnir í beint samband við sveitarfélagið sitt með rafrænum hætti.
Þjónustugátt fyrir kjörna fulltrúa Fljótsdalshéraðs.
Upplýsinga- og þjónustuveita ríkis og sveitarfélaga. Hér er að finna upplýsingar um opinbera þjónustu, aðgang að stórum hluta eyðublaða hins opinbera o.fl.