Leikskólagjöld óbreytt frá í fyrra

Vegna fréttar er birtist á mbl.is, sunnudaginn 26. janúar sl., þar sem fram kemur að gjaldskrá á leikskólum Fljótsdalshéraðs hafi hækkað á milli áranna 2013 og 2014 er því hér með komið á framfæri að sú er ekki raunin.

Engar gjaldskrárbreytingar hafa átt sér stað í leikskólum Fljótsdalshéraðs síðan 1. janúar 2013.

Óskað hefur verið eftir því við ritstjórn mbl.is að leiðréttingu vegna þessa verði komið á framfæri.

Björn Ingimarsson
Bæjarstjóri Fljótsdalshéraðs