Í tilefni af Degi leikskólans heimsóttu elstu börnin í leikskólanum Tjarnarskógi ásamt starfsmönnum bæjarskrifstofur Fljótsdalshéraðs og þar tók bæjarstjóri á móti hópnum í fundarsal bæjarstjórnar.
Bæjarstjóri sagði þeim frá starfi bæjarstjórnar og vakti fundarhamarinn sem notaður er til að setja og slíta fund sérstaka athygli þeirra og mörg þeirra fengu að prófa hamarinn.
Bæjarstjóri fékk fyrirspurnir frá börnunum, m.a. um hvað bæjarstjóri gerði auk þess sem þau bentu á ýmislegt sem þau teldu að þyrfti að lagfæra eða betrumbæta. M.a. töluðu þau um gangstéttarbrúnir sem þyrfti að mála og bentu á hvar vantaði leikvöll, auk þess sem þyrfti að gera við fánastöngina við leikskólann.
Hópurinn hafði með sér hljóðfæri sem þau höfðu sjálf gert og sungu við undirleik eigin hljóðfæra nokkur vel valin lög fyrir starfsfólkið á bæjarskrifstofunni, sem þakkar börnunum og starfsfólkinu kærlega fyrir skemmtilega heimsókn.
Takk fyrir!
Ábending þín er móttekin
Lyngási 12, 700 Egilsstaðir
fljotsdalsherad@fljotsdalsherad.is
kt: 481004-3220
Opnunartímar skrifstofu
8:00 - 15:45 alla virka daga
Persónuverndarfulltrúi Fljótsdalshéraðs hefur eftirlit með að farið sé að persónuverndarlögum í starfsemi sveitarfélagsins
Með íbúagátt er íbúarnir komnir í beint samband við sveitarfélagið sitt með rafrænum hætti.
Þjónustugátt fyrir kjörna fulltrúa Fljótsdalshéraðs.
Upplýsinga- og þjónustuveita ríkis og sveitarfélaga. Hér er að finna upplýsingar um opinbera þjónustu, aðgang að stórum hluta eyðublaða hins opinbera o.fl.