Leiklistarhópurinn sýnir í sumarblíðunni

Leiklistarhópur Frú Normu og Vinnuskóla Fljótsdalshéraðs heldur áfram að birtast þar sem fólk er samankomið, aðallega við Samkaup og Bónus og sýnir „örperformansa“.

Síðastliðinn föstudag heimsótti leiklistarhópurinn leikskólana Tjarnarland og Hádegishöfða og flutti tvö frumsamin barnaleikrit fyrir leikskólabörnin.

Þá voru þau í dag, mánudag, í sumarblíðunni með „frostmyndaperformans“ á grasbalanum fyrir framan Vilhjálmsvöll, en meðfylgjandi mynd er frá því.