Listkennsludeild Listaháskóla Íslands í samstarfi við Menningarmiðstöð Fljótsdalshéraðs stendur fyrir námskeiði fyrir kennara og aðra áhugasama á Austurlandi dagana 31. október og 1. nóvember næstkomandi í Sláturhúsinu á Egilsstöðum. Námskeiðið, sem kennt er frá kl. 11-17 báða dagana, ber titilinn Rödd, spuni, tjáning. Kennari er Þórey Sigþórsdóttir leikkona og leiklistarkennari.
Þátttakendur fá tækifæri til að takast á við verkefni sem reyna á raddbeitingu og framsögn. Tengsl öndunar, líkama og raddar eru könnuð með öndunaræfingum, textavinnu og spuna. Aðferðir leiklistarinnar eru notaðar til að styrkja þátttakendur bæði sem fyrirlesara og kennara.
Þórey Sigþórsdóttir hefur á undanförnum árum starfað jöfnum höndum sem leikkona, leiklistarkennari, leikstjóri og raddþjálfari. Hún lauk MA gráðu í Advanced Theatre Practice frá the Central School of Speech and Drama í London árið 2012 og MA í hagnýtri menningarmiðlun frá HÍ 2014. Þórey er menntaður raddkennari frá NGT -The Voice Studio International og hefur meðfram leiklistinni kennt raddþjálfun um árabil við Listaháskóla Íslands, Leiðsöguskóla Íslands, Háskóla Íslands og á sérsniðnum námskeiðum.
Námskeiðið kostar 20.000 krónur og skráning fer fram á heimasíðu Listaháskólans: http://lhi.is/namid/listkennsla/opin-namskeid/umsokn/
Nánari upplýsingar veitir Vigdís Jakobsdóttir fagstjóri leiklistar við listkennsludeild LHÍ vigdis@lhi.is
Takk fyrir!
Ábending þín er móttekin
Lyngási 12, 700 Egilsstaðir
fljotsdalsherad@fljotsdalsherad.is
kt: 481004-3220
Opnunartímar skrifstofu
8:00 - 15:45 alla virka daga
Persónuverndarfulltrúi Fljótsdalshéraðs hefur eftirlit með að farið sé að persónuverndarlögum í starfsemi sveitarfélagsins
Með íbúagátt er íbúarnir komnir í beint samband við sveitarfélagið sitt með rafrænum hætti.
Þjónustugátt fyrir kjörna fulltrúa Fljótsdalshéraðs.
Upplýsinga- og þjónustuveita ríkis og sveitarfélaga. Hér er að finna upplýsingar um opinbera þjónustu, aðgang að stórum hluta eyðublaða hins opinbera o.fl.