Laus störf hjá Félagsþjónustu Fljótsdalshéraðs

Félagsþjónusta Fljótsdalshéraðs óskar eftir að ráða starfsfólk í eftirtalin störf:

• 20% starf við ræstingar í Hlymsdölum frá 1.maí nk.
• Sumarafleysing við dægradvöl aldraðra í Hlymsdölum sem er 90% starf í 2 mánuði.
• U.þ.b.90% starf í búsetuþjónustu – sem felst í að aðstoða fatlað fólk við athafnir daglegs lífs, félagslega þátttöku og tómstundir. Um er að ræða vaktavinnu.
• Sumarafleysingar í  búsetuþjónustu fatlaðs fólks.
• Liðveisla, 10 klst.á mánuði, til að aðstoða börn og unglinga við ýmis uppbyggileg tómstundastörf.

Hæfniskröfur
•    Sveigjanleiki og færni í mannlegum samskiptum
•    Frumkvæði og sjálfstæði í starfi
•    Íslenskukunnátta
•    Ökuréttindi (æskilegt)
 
Umsækjendur skulu vera orðnir 18 ára.
Launakjör eru samkv. kjarasamningum sveitarfélaga við viðkomandi félög. Umsóknarfrestur er til 30.apríl 2013. Umsóknareyðublöð má fá á heimasíðu Fljótsdalshéraðs: www.fljotsdalsherad.is
Frekari upplýsingar veitir Guðbjörg Gunnarsdóttir s.4700705  eða  gudbjorgg@egilsstadir.is.


Þessa tilkynningu og fleiri um laus störf hjá Fljótsdalshéraði má sjá hér.