Láttu ekki þitt eftir liggja


Að gefnu tilefni eru hundaeigendur á Fljótsdalshéraði minntir á að hirða upp eftir hundana sína. Samkvæmt 9. grein samþykktar um hundahald í Seyðisfjarðarkaupstað, á Fljótsdalshéraði, í Fjarðabyggð og í Vopnafjarðarhreppi er eiganda eða umráðamanni hunds alltaf skylt að fjarlægja saur eftir hundinn. Því miður eru nokkrir hundaeigendur sem skemma fyrir fjöldanum og eru allir hundaeigndur í þéttbýli því hvattir til að sýna þá ábyrgð sem fylgir því að eiga hund.


Skipulags- og umhverfissvið Fljótsdalshéraðs.


Í ágætri grein í fríblaðinu Austurlandi, frá 17. október, er fjallað um vandamálið og þar er m.a. bent á að börn, þó þau séu nógu stór til að ráða við hundinn, eru þau ekki alltaf fær um að hreinsa upp eftir hann.
Samþykkt um hundahald má lesa hér.