Að gefnu tilefni eru hundaeigendur á Fljótsdalshéraði minntir á að hirða upp eftir hundana sína. Samkvæmt 9. grein samþykktar um hundahald í Seyðisfjarðarkaupstað, á Fljótsdalshéraði, í Fjarðabyggð og í Vopnafjarðarhreppi er eiganda eða umráðamanni hunds alltaf skylt að fjarlægja saur eftir hundinn. Því miður eru nokkrir hundaeigendur sem skemma fyrir fjöldanum og eru allir hundaeigndur í þéttbýli því hvattir til að sýna þá ábyrgð sem fylgir því að eiga hund.
Skipulags- og umhverfissvið Fljótsdalshéraðs.
Í ágætri grein í fríblaðinu Austurlandi, frá 17. október, er fjallað um vandamálið og þar er m.a. bent á að börn, þó þau séu nógu stór til að ráða við hundinn, eru þau ekki alltaf fær um að hreinsa upp eftir hann.
Samþykkt um hundahald má lesa hér.
Takk fyrir!
Ábending þín er móttekin
Lyngási 12, 700 Egilsstaðir
fljotsdalsherad@fljotsdalsherad.is
kt: 481004-3220
Opnunartímar skrifstofu
8:00 - 15:45 alla virka daga
Persónuverndarfulltrúi Fljótsdalshéraðs hefur eftirlit með að farið sé að persónuverndarlögum í starfsemi sveitarfélagsins
Með íbúagátt er íbúarnir komnir í beint samband við sveitarfélagið sitt með rafrænum hætti.
Þjónustugátt fyrir kjörna fulltrúa Fljótsdalshéraðs.
Upplýsinga- og þjónustuveita ríkis og sveitarfélaga. Hér er að finna upplýsingar um opinbera þjónustu, aðgang að stórum hluta eyðublaða hins opinbera o.fl.