Landsliðið í handbolta í íþróttamiðstöðinni

Í júní munu nokkrir máttastólpar íslenska landsliðsins í handbolta fara hringinn í kringum landið með viðkomu á Egilsstöðum þann 19. júní og síðan nokkrum öðrum bæjarfélögum til að kynna og kenna handbolta. Þetta verða þeir Guðjón Valur Sigurðsson, Björgvin Páll Gústavsson og Aron Pálmarsson. Þeir munu nota tækifærið og hjóla sig niður eftir langt keppnistímabil með liðum sínum og landsliðinu. Hugmyndin er að vekja áhuga og athygli á handbolta á landsbyggðinni.
Í leiðinni munu landsliðsmennirnir safna peningum fyrir góðgerðarmálefni. Sá peningur sem safnast mun renna óskiptur til Barnaspítalans. Einnig verður tekið við áheitum frá fyrirtækjum og einstaklingum.

Lagt verður af stað 18. júní og fyrsta stopp er í Íþróttamiðstöðinni á Egilsstöðum 19. júní.
Dagurinn byrjar á því að þeir munu leiðbeina ungu fólki frá 13-16 ára en skráning er í gegnum Facebooksíðuna Landsliðið á ferðinni. Eftir hádegi munu þeir leiðbeina og leika við yngstu iðkendurnar frá 6-12 ára. Síðan verður smá skemmtun í lokin þar sem landsliðsmennirnir taka þátt. Strákarnir munu gefa sér tíma til að tala við krakkana og vera á myndum. Gerður verður heimildarþáttur um ferðina

Dagskrá:
• 09.00-10.30 – Unglingar (ca 30 stk) Kennsla, stöðvar, fyrirlestur, næring og hugarfar.
• 10.30-11.30 – Matur og hvíld
• 11.30-13.00 – Börn (eins mörg og húsrúm leyfir)
• 11.30-11.50 – Fylgst með æfingu (upphitun) strákanna. Því verður lýst á skemmtilegan hátt.
• 11.50-13.00 – Stöðvar með krökkum. Búnar til 4-5 stöðvar eftir fjölda. Landsliðsmenn taka þátt í þjálfunni með þjálfurum og íþróttakennurum. Leiðbeina og verða með sýnikennslu. (Skotið á Björgvin, uppstökk, fintur, drippl, ofl. )
• 13.00-13.15 – Smá skemmtun með söng og gleði.
• 13.00 -14.00 Myndataka og áritanir. Allir fá tækifæri til að láta taka mynd af sér með landsliðsmönnunum og fá áritanir.
• 14.00 – Landsliðsmenn hjóla af stað.

Þátttökugjald er kr. 1.500 fyrir 6-12 ára og kr. 2.000 fyrir 13-16 ára og rennur óskipt til Barnaspítala Hringsins.

Skráning er á https://www.facebook.com/pages/Landsli%C3%B0i%C3%B0-%C3%A1-fer%C3%B0inni/708284322536878