Landsbankinn styrkir Hött

Davíð Þór Sigurðarson, formaður Íþróttafélagsins Hattar, og Arnar Páll Guðmundsson, útibússtjóri Landsbankans á Egilsstöðum, undirrituðu nýverið samstarfssamning milli félaganna tveggja.

Með samningnum verður Landsbankinn einn af aðalstyrktaraðilum barna og unglingastarfs Hattar á Egilsstöðum.

Samningur þessi styrkir fjárhagslega þær 6 deildir sem bjóða upp á æfingar hjá börnum og unglingum á Fljótsdalshéraði en á árinu 2010 greiddu hátt í 700 börn æfingargjöld til Hattar. Þetta er fyrsti samningur þessarar gerðar milli Hattar og Landsbankans en bankinn hefur áður veitt deildum styrk vegna einstakra verkefna.

Myndin er frá undirritunni sem fór fram þann 22. júní 2011.