Lagarfljótsormurinn vekur athygli

Myndband sem Hjörtur Kjerúlf tók fyrir nokkrum dögum og var sýnt á ruv.is á fimmtudag hefur vakið mikla athygli. Á því má sjá torkennilega veru á sundi í Jökulsá í Fljótsdal. Fyrirbærið, sem sumir telja vera Lagarfljótsorminn, hlykkjaðist um ána fyrir neðan bæinn Hrafnkelsstaði og virðist synda upp í strauminn.

Fréttin hefur verið birt víða um heim á ýmsum erlendum netmiðlum og í hádegisfréttum Ríkisútvarpsins,  í dag 8. febrúar, kom fram að  um hálf miljón manna hafa skoðað myndbandið á ruv.is. Hér má sjá fyrstu fréttina um málið og myndbandið á vef ruv.is.