Kynningarfundur vegna fjárhagsáætlunar

Bæjarstjórn boðar til íbúafundar um fjárhagsáætlun Fljótsdalshéraðs 2013 og þriggja ára áætlun 2014– 2016. Fundurinn verður haldinn í Egilsstaðaskóla á mánudag, 12. nóvember, og hefst klukkan 20.

Bæjarstjóri fer yfir helstu þætti áætlunarinnar og bæjarfulltrúar sitja síðan fyrir svörum og taka þátt í umræðum um hana. Áformað er að bæjarstjórn afgreiði áætlunina við síðari umræðu þann 21. nóvember.

Íbúar Fljótsdalshéraðs eru hvattir til að mæta og kynna sér málin .

 

Bæjarstjórn Fljótsdalshéraðs