Kynningarfundur um Vistvernd í verki

Nú gefst íbúum Fljótsdalshéraðs tækifæri til að taka þátt í verkefninu Vistvernd í verki, eins og undanfarin ár.

Kynningarfundur um verkefnið verður haldinn á bæjarskrifstofunum að Einhleypingi 1 í Fellabæ þann 23. janúar kl. 17:00. Verkefnið er alþjóðlegt umhverfisverkefni fyrir heimili sem hefur það að markmiði að styðja og hvetja fólk til að taka upp vistvænni lífsstíl. Verkefnið gengur út á að aðstoða íbúa undir leiðsögn leiðbeinanda að gera breytingar á heimilishaldi og daglegum venjum. Markmiðið er að draga úr álagi á umhverfið sem hefur einnig í för með sér fjárhagslegan ávinning fyrir þátttakendur.
Ísland er eitt af þeim 19 löndum sem Vistvernd í verki hefur fest rætur í en verkefnið er hið eina sinnar tegundar í heiminum svo vitað sé. Í dag hafa um 650 íslensk heimili tekið þátt í verkefninu, þar af 30 á Fljótsdalshéraði.
Nánari upplýsingar gefur umhverfisfulltrúi í síma 4 700 782 og í tölvupósti eygerdur@egilsstadir.is.