- Stjórnsýsla
- Þjónusta
- Mannlíf
Fimmtudaginn 24. september kl. 20.00 verður haldinn stuttur kynningarfundur um starfsemi félagsmiðstöðvarinnar Nýungar. Fundurinn er fyrir foreldra barna á unglingastigi í grunnskólum á Fljótsdalshéraði. Farið verður yfir starfsemina í félagsmiðstöðinni og helstu áherslur í starfinu í vetur.
Fundurinn verður haldinn í fyrirlestrarsal Egilsstaðaskóla og byrjar hann kl 20.00.
Við vonumst til að sjá sem flesta því gott samstarf við foreldra er lykillinn að góðu starfi. Kaffi á könnunni.
Árni Heiðar Pálsson, forstöðumaður og starfsfólk miðstöðvarinnar