- Stjórnsýsla
- Þjónusta
- Mannlíf
Fljótsdalshérað boðar til kynningar- og umræðufundar fimmtudaginn 15. mars um möguleika á virkjun vindorku á Út-Héraði. Fundurinn verður haldinn í félagsheimilinu Hjaltalundi og hefst klukkan 13:30.
Aðilar sem sýnt hafa verkefninu áhuga munu á fundinum kynna sínar hugmyndir og fara yfir þá möguleika sem þeir telja svæðið búa yfir.
Að lokinni framsögu munu þessir aðilar, ásamt fulltrúum sveitarfélagsins, sitja fyrir svörum og fara yfir málin með fundarmönnum.
Íbúar á Út-Héraði og aðrir áhugasamir íbúar sveitarfélagsins eru hvattir til að mæta á fundinn, kynna sér þessar hugmyndir og taka þátt í umræðu um möguleika svæðisins.
Bæjarstjórn Fljótsdalshéraðs