Kynningarfundur um innleiðing gæðastjórnunarkerfa í byggingariðnaði

Mannvirkjastofnun og Samtök iðnaðarins standa fyrir kynningarfundum um innleiðingu gæðastjórnunarkerfa í byggingariðnaði sem tekur gildi 1. janúar 2015. Fyrsti fundurinn verður haldinn á Egilsstöðum mánudaginn 22. september klukkan 13 á Hótel Hérað.

Mannvirkjastofnun vekur  athygli á að allir sem skrá sig á byggingarleyfisskyld verk sem hönnuðir, hönnunarstjórar, iðnmeistarar eða byggingarstjórar eftir 1. janúar 2015 skulu vera með gæðastjórnunarkerfi sem samþykkt er af stofnuninni.

Auglýsingu frá Mannvirkjastofnun þar sem m.a má sjá aðra fundastaði má sjá hér og nánari upplýsingar um gæðastjórnunarkerfi eru á hér vef stofnunarinnar.