Kynningarfundur um Faroexpo

Haldinn verður stuttur kynningarfundur fimmtudaginn 16. ágúst kl. 17.30 á Hótel Héraði, um Faroexpo fyrirtækjastefnumótið og atvinnulífsráðstefnuna sem fram fer í Runavík í Færeyjum dagana 22.-24. október í haust. Fundurinn er öllum opinn.

Í tilefni þess að Fljótsdalshérað og Runavík eiga í vinabæjarsamskiptum sækja fulltrúar Runavíkur Fljótsdalshérað heim þessa dagana, kynna sér Ormsteitið, ræða við fulltrúa sveitarfélagsins og fleiri um vinabæjarsamskiptin og kynna loks sitt alþjóðlega fyrirtækjastefnumót sem nú er haldið í 8. sinn.

Það er álit þeirra sem að þessum kynningarfundi standa að tækifæri geti falist í auknum tengslum og viðskiptasamböndum á milli fyrirtækja og annarra aðila á Austurlandi og í Færeyjum.

Frekari upplýsingar um fyrirtækjastefnumótið er að finna á heimasíðunni http://faroexpo.fo.