Kynningarfundur um ársreikning Fljótsdalshéraðs 2014

Bæjarstjórn Fljótsdalshéraðs boðar til almenns borgarafundar þriðjudaginn 28. apríl n.k. kl. 20:00 í fyrirlestrarsal á annarri hæð Egilsstaðaskóla að Tjarnarlöndum 11. Þar verður ársreikningur 2014 kynntur og farið yfir stöðu og framkvæmdir á vegum Fljótsdalshéraðs. Íbúar eru hvattir til að mæta á fundinn og kynna sér málefni sveitarfélagsins.

 

Bæjarstjóri Fljótsdalshéraðs.