Félagsþjónusta Fljótsdalshéraðs hefur gefið út tvo kynningarbæklinga sem ætlaðir eru sem upplýsingarit fyrir íbúa á starfssvæði félagsþjónustunnar. Annar fjallar um einstaka þætti félagslegrar þjónustu og hinn fjallar um barnavernd, réttindi, skyldur, upplýsingaleiðir og úrræði.
sveitarfélaganna sem standa sameiginlega að rekstrinum, þ.e. Fljótsdalshérað, Fljótdalshreppur, Vopnafjarðarhreppur, Djúpavogshreppur og Borgarfjarðarhreppur.
Hinn kynningarbæklingurinn, sem ætlaður er sama starfssvæði auk Seyðisfjarðarkaupstaðar, fjallar um barnavernd, réttindi, skyldur, upplýsingaleiðir og úrræði.
Bæklingar þessir munu liggja fram hjá skrifstofum og þjónustustofnunum sveitarfélaganna, svo sem í skólum og heilsugæslustöðvum, auk þess sem hægt er að nálgast þá á heimasíðu Fljótsdalshéraðs www.fljotsdalsherad.is , undir Íbúar og samfélag > Félagsþjónusta, eða hér.