Einstaklingum sem vilja gefa kost á sér til heimastjórna býðst að kynna sig og sín áherslumál á vefsíðunni svausturland.is
Stofnaðar verða síður á svausturland.is fyrir hvert heimastjórnarsvæði þar sem upplýsingarnar verði birtar í stafrófsröð þeirra einstaklinga sem gefa kost á sér.
Kosið verður til heimastjórna á Borgarfirði, Djúpavogi, Fljótsdalshéraði og Seyðisfirði. Nánari upplýsingar má finna hér á vefsíðu svausturland.is.
Frambjóðendum er boðið að senda mynd af sér og stuttan kynningartexta á netfangið heimastjorn@svausturland.is
Að hámarki 200 orð. Í efninu þarf að koma fram nafn og heimilisfang frambjóðanda, sem eru þær upplýsingar sem kjósendur þurfa að skrá á kjörseðilinn.
Kosningar til heimastjórna eru nýmæli á Íslandi. Boð um kynningu á svausturland.is er tilraun til að bjóða frambjóðendum upp á vettvang til að kynna sig í ljósi þess að kosið er til heimastjórna í fyrsta skipti, og að um fordæmalausar aðstæður er að ræða í ljósi samkomutakmarkana. Verkefnið Sveitarfélagið Austurland og ritstjórn svausturland.is ber ekki ábyrgð á því efni sem einstaklingar senda. Efninu verður ekki ritstýrt eða það prófarkalesið. Vanti mynd, nafn frambjóðanda eða heimilisfang verður efnið ekki birt.
Hér er slóðin á þessa frétt á svausturland.is https://svausturland.is/kynning-a-einstaklingum-sem-gefa-kost-a-ser-til-heimastjorna/
Takk fyrir!
Ábending þín er móttekin
Lyngási 12, 700 Egilsstaðir
fljotsdalsherad@fljotsdalsherad.is
kt: 481004-3220
Opnunartímar skrifstofu
8:00 - 15:45 alla virka daga
Persónuverndarfulltrúi Fljótsdalshéraðs hefur eftirlit með að farið sé að persónuverndarlögum í starfsemi sveitarfélagsins
Með íbúagátt er íbúarnir komnir í beint samband við sveitarfélagið sitt með rafrænum hætti.
Þjónustugátt fyrir kjörna fulltrúa Fljótsdalshéraðs.
Upplýsinga- og þjónustuveita ríkis og sveitarfélaga. Hér er að finna upplýsingar um opinbera þjónustu, aðgang að stórum hluta eyðublaða hins opinbera o.fl.