Í dag, 1. febrúar, er Dagur kvenfélagskonunnar. Dagurinn, sem er stofndagur Kvenfélagasambands Íslands, var formlega gerður að degi kvenfélagskonunnar á 80 ára afmæli KÍ árið 2010. Var það gert til að vekja athygli á miklu og óeigingjörnu starfi kvenfélagskvenna um árabil, enda löngu tímabært að kvenfélagskonur fengju sinn eigin dag á dagatalinu. Kvenfélagasamband Íslands vekur sérstaka athygli á deginum í fjölmiðlum til að festa hann enn frekar í sessi.
Á Fljótsdalshéraði eru og hafa verið starfandi mörg kvenfélög sem hafa unnið mikið og gott starf hver í sínu nærsamfélagi, en sjálfstætt kvenfélag var í öllum gömlu hreppunum á Héraði. Þetta voru: Kvenfélagið Askja á Jökuldal, Kvenfélag Hlíðarhrepps, Kvenfélag Hróarstungu, Kvenfélagið Dagsbrún Fellum, Kvenfélagið Eining í Fljótsdal, Kvenfélag Vallahrepps, Kvenfélag Skriðdæla, Kvenfélagið Bláklukka Egilsstöðum, Kvenfélag Eiðaþinghár, og Kvenfélagið Björk í Hjaltastaðaþinghá. Frekari upplýsingar um kvenfélögin má sjá á síðunni: kvenfelag.is
Fljótsdalshérað óskar kvenfélagskonum á Héraði og um land allt til hamingju með daginn og þakkar fyrir allt þeirra góða starf í gegn um tíðina.
Takk fyrir!
Ábending þín er móttekin
Lyngási 12, 700 Egilsstaðir
fljotsdalsherad@fljotsdalsherad.is
kt: 481004-3220
Opnunartímar skrifstofu
8:00 - 15:45 alla virka daga
Persónuverndarfulltrúi Fljótsdalshéraðs hefur eftirlit með að farið sé að persónuverndarlögum í starfsemi sveitarfélagsins
Með íbúagátt er íbúarnir komnir í beint samband við sveitarfélagið sitt með rafrænum hætti.
Þjónustugátt fyrir kjörna fulltrúa Fljótsdalshéraðs.
Upplýsinga- og þjónustuveita ríkis og sveitarfélaga. Hér er að finna upplýsingar um opinbera þjónustu, aðgang að stórum hluta eyðublaða hins opinbera o.fl.