Leikkonan, söngkonan og myndlistarkonan Kjuregej Alexandra Argunova verður allan aprílmánuð á Egilsstöðum að vinna að stórri sýningu sem opnar í Sláturhúsinu á Egilsstöðum á hátíðinni List án landamæra þann 1. maí. Þar að auki heldur Kjuregej námskeið í mosaik á efri hæð Sláturhússins og miðlar hún þar af list sinni og færni en mosaikgerð lærði hún í Barcelona. Kjuregej er svo líka að vinna í tónlist sinni sem ættuð er frá Jakútíu í Síberíu. Hún mun taka upp tónlist til útgáfu á geisladisk í Sláturhúsinu með Charles Ross, Suncönu Slamnig og Halldóri B. Warén og stefnt er á að halda útgáfutónleika á List án landamæra 1. maí.
Listahátíðin List án landamæra er í fullum undirbúningi og verður margt áhugavert og spennandi í boði. Til að mynda heldur Kjuregej stóra yfirlitssýningu á ýmsum verkum sínum á efri hæð hússins, mosaik, applikering og blönduð tækni, auk þess verða nemendur hennar með í sýningunni, hönnunarnemar munu sýna afrakstur námskeiða, Rauði krossinn sýnir ljósmyndasýninguna HEIMA/HEIMAN, boðið verður upp á Geðveikt kaffihús að hætti Bláklukkna og einnig verður fyrirbærið SVANGAR SKÁLAR en það er samvinnuverkefni leirlistakonunnar Anne Kampp og kvenfélagsins Bláklukku.
Takk fyrir!
Ábending þín er móttekin
Lyngási 12, 700 Egilsstaðir
fljotsdalsherad@fljotsdalsherad.is
kt: 481004-3220
Opnunartímar skrifstofu
8:00 - 15:45 alla virka daga
Persónuverndarfulltrúi Fljótsdalshéraðs hefur eftirlit með að farið sé að persónuverndarlögum í starfsemi sveitarfélagsins
Með íbúagátt er íbúarnir komnir í beint samband við sveitarfélagið sitt með rafrænum hætti.
Þjónustugátt fyrir kjörna fulltrúa Fljótsdalshéraðs.
Upplýsinga- og þjónustuveita ríkis og sveitarfélaga. Hér er að finna upplýsingar um opinbera þjónustu, aðgang að stórum hluta eyðublaða hins opinbera o.fl.