Korti dreift í á öll heimili

Á vegum sveitarfélagsins er nú verið að dreifa skrautlegu póstkorti með upplýsingum um nokkra viðburði sumarsins. Tilvalið er að senda kortið vinum fjær og nær með kveðju og um leið hvatningu til heimsóknar til að gera sér gera sér glaðan dag í fallegu umhverfi og fjölbreyttu mannlífi.

Kortinu er dreift til allra heimila á Fljótsdalshéraði. Póstkortinu var einnig dreift á sýningunni Ferðatorgið, sem haldin var í Reykjavík fyrstu helgina í maí. 

Rétt er að taka fram að á kortinu eru aðeins örfáir þeirra fjölmörgu viðburða sumarsins tilteknir. Frekari upplýsingar um menningarveislu sumarsins er að fá á heimasíðu sveitarfélagsins eða hér .