Í dag er bóndadagur og í tilefni þess buðu konurnar hjá stjórnsýslu Fljótsdalshéraðs karlkyns starfsfélögum sínum í veislu nú í hádeginu. Boðið var upp á kraftmikla hreindýrasúpu, dýrinds brauð, síld og hákarl og hnallþórur í eftirrétt. Loks sungu konurnar Táp og fjör og frískir menn.
Glatt var á hjalla meðal starfsfólksins og spenningur í loft enda margir á leiðinni á þorrablót um helgina.