KK lokkaði marga í Loðmundarfjörð

Fjölmenni var á tónleikum með KK, Kristjáni Kristjánssyni, sem Ferðafélag Fljótsdalshéraðs stóð fyrir í Loðmundarfirði á laugardagskvöld. Talið er að nær 300 manns á öllum aldri, frá nokkurra mánaða til níræðs, hafi notið tónleikanna í stilltu og fallegu veðri.

Flestir gestanna komu akandi en þó nokkrir notuðu sér tækifærið og komu gangandi eftir þjóðleiðum frá nágrannasveitarfélögum.