Eins og oft áður er margt um að vera í Sláturhúsinu á Egilsstöðum. Fimmtudaginn 5. júlí kl. 20.00 heldur Kjuregej og hljómsveit þar tónleika. Flutt verða lög af geisladiskinum Lævirkinn sem nýlega kom út. En diskurinn hefur fengið góðar viðtökur m.a. hjá gagnrýnendum. Með Kuregej leika þau Halldór Waren, Charles Ross og Sunchana Slamning. Aðgangseyrir er kr. 1.000. Sjá nánar http://www.facebook.com/events/397071367001725/
Þá stendur yfir á efri hæð Sláturhússins sýningin Feðgar / Mæðgin, sem opnuð var 17. júní s.l. Sýnd eru verk eftir feðgana Þór Vigfússon og Helga Þórsson og mæðginin Ólöfu Birnu Blöndal og Svein Snorra Sveinsson. Samsýningin er einkar fjölbreytt þar sem blandast saman myndlist, ljóðlist í formi innsetningar, verk sem eru á mörkum þess að vera málverk og skúlptúrar úr margskonar efniviði og fundnum hlutum sem taka breytingum. Sýningin er opin 20. ágúst, mánudaga til fimmtudaga frá kl. 17.00 - 22.00 og föstudaga til sunnudaga frá kl. 14.00 - 16.00. Sjá nánar
http://www.facebook.com/events/244236695676944/