Kjöt og fiskbúð Austurlands verður opnuð í dag

Kjöt og fiskbúð Austurlands, sem hugðist opna verslun sína á Egilsstöðum á morgun, þjófstartar og ætlar að opna í dag klukkan 16. Hún er á Kaupvangi 23b,  við M.S. og Landflutninga.

Þarna verður hægt að kaupa kjöt og fisk úr borði og frá og með morgundeginum verður hægt að fá heitan heimilismat til að taka með.

Kjöt og fiskbúðin selur m.a. austfiskt lamb og naut, humar, risarækjur, rishörpuskel, stórar rækjur, hörpuskel í hentugum einingum, ýsu, þorsk, lax, regnbogasilung, keilu, löngu, blálöngu, karfa, skötusel, ufsa,skötu og siginn fisk.

Vonir standa til að eftir helgi fáist hrogn og lifur í búðinni.

Myndin og upplýsingar eru teknar af Facebooksíðu fyrirtækisins.